Matthías Páll, skóli og gott veður.

Góðan daginn,

Matthías Páll er magnaður piltur. Hann er svo ótrúlega óhræddur blessaður pilturinn. Ég var einstaklega lítið að spá í hlutina í gær. Ég sótti Matthías í leiksskólann og var heima hjá Solrúnu. Ég fór í það að búa til grjónagraut, enda þriðjudagur. Pilturinn fór á hjólið sitt og var horfinn. Sólrún sá piltinn á leið inn í annað hverfi aðeins frá og á götunni. Ég skammaðist mín töluvert að hafa litið af honum, en var í leiðinni pínu stoltur af því hvað pilturinn er óhræddur og bara ofsalega sjálfstæður. Jú, það mætti kalla þetta að vera óviti, en ég kalla þetta að vera óhræddur :)
En auðvitað sýndi þetta mér enn og aftur að ég má ekki líta af piltinum. Já ég veit.

Skólinn er fínn. Nú erum við á þriðja degi í þessum kúrs. Í kvöld munum við borða saman og hlusta á smá fyrirlestur. Svo verður smá öl á eftir.
Það er smá pirringur í bekknum yfir því að það er skyldumæting í kvöld og úr þessu spunnust smá umræður í bekknum. Karsten Boye sá sem er yfir þessu öllu í náminu mætti til leiks og tókst að mistúlka óánægjuna í bekknum þannig að við værum óánægð með að fá frítt að borða þegar í raun eina óánægjan var að vita ekki fyrr að það væri skyldumæting í kvöldmatinn. Fyndið hvað andrúmsloftið varð stíft.

Veðrið síðustu daga hefur verið udmærket og virðist ekki lát á. Ég hef notið þess virkilega og fór í fyrrakvöld út að skokka meðfram ánni. Hrikalega "næs" og skemmtilegt. Endaði svo upp í rækt og lyfti smá lóðum.
Ég get nú ekki sagt að ég njóti þess að vera á "lóðaríi". Væri frekar til í einhverja boltaíþrótt, en ég hef gott af þessu.

Jæja, skrifa meira síðar tíminn að byrja.

Bless í bili,

Arnar Thor

Ummæli

Sif sagði…
var búin að týna þér en hef fundið þig aftur!
Gott viðhorf gangvart Matthíasi, er þetta ekki spurning um viðhorf
frekja vs ákveðni
óhlíðni vs sjálfstæði
osfrv
sjáumst vonandi fljótlega
Sif

Vinsælar færslur